Þegar sótt er um starf er ferilskráin mikilvægur þáttur í umsóknarferlinu. Getur það skipt miklu máli aðvanda vel umsóknina, hafa allar upplýsingar vel framsettar.
-
Ferilskrá á sérblaði sem einnig inniheldur góðar útskýringar þar sem fram kemur ástæða þess að þú hefur ákveðið að velja okkur getur aukið líkur á því að umsóknin standist samanburð við aðrar umsóknir og þú verðir fyrir valinu í það starf sem þú óskar eftir.
Áveitan ehf. leitar að reyndum pípara til starfa á Akureyri.
Fjölbreytt og spennandi verkefni í pípunum. Frábært starf fyrir réttan aðila og kostur ef einstaklingurgetur hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Sveinspróf í pípulögnum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
- Góð íslensku og ensku kunnátta
Hafir þú áhuga á því að starfa hjá okkur bendum við á “Almenn umsókn”
Hafir þú áhuga á því að læra pípulagnir og óska eftir samning bendum við á “Læringurinn”
Við erum kanski ekki að leita eftir starfsmanni í sérstaka stöðu akkúrat núna en við tökum ávallt á móti umsóknum frá hressu og skemmtilegu fólki sem hefur áhuga á að starfa hjá framsæknu fyrirtæki sem kallar ekki allt ömmu sína.
-
Við leggjum mikla áherslu á að ráða starfsfólk sem er tilbúið að starfa eftir gildum fyrirtækisins.
Við leggjum mikla áherslu á menntun í faginu og tökum við að okkur nema sem hafa brennandi áhuga á pípulögnum.
Meistarar eru meðal oss sem leiðbeina nemum og taka þá undir sinn væng.
-
Mikilvægt er að auka þekkingu og miðla þekkingu til nýliða í faginu, pípulagnir eru ekki bara hampur, mak, tengja og skrúfa frá.. þú þarft líka að skrúfa fyrir.
Hafðu samband við okkur hvort sem þú ert byrjuð/aður í námi eða hefur áhuga á að hefja nám við pípulagnir.
Starfsmenn Áveitunnar lok árs 2019