Áveitan tekur að sér verkefni, sem aðalverktaki, fagverktaki eða undirverktaki og vinnurverkefnin í tímavinnu eða skv. tilboðssamningi.
Áveitan er í tengslum við fjölda verktakafyrirtækja og getur þar af leiðandi boðið upp á heildarlausnir viðframkvæmdir.
Áveitan hefur tengsl við stóra birgja, bæði innanlands og erlendis og þannig er hægt að tryggja sem besta þjónustu og skjótan afgreiðslutíma þar sem við á.
Við tökum að okkur stór sem smá verkefni þegar kemur að fráveitulögnum, það er mikilvægt að vandað sé til verka og vatnið skili sér rétta leið út í sjó.
Mikilvægt að réttu efnin séu notuð hverju sinni og að vandað sé vel til verka þegar kemur að dýrmæta neysluvatninu okkar.
Mikilvægt að velja góðan búnað þegar kemur að hreinlætistækjum, við tökum að okkur að setja búnaðinn upp fyrir þig hvort sem það er í eintölu eða fleirtölu.
Það er frost á fróni og mikilvægt að halda hita í húsnæðinu, við tökum að okkur að setja upp og tengja þau hitakerfi sem þú kýst að nota hvort sem það er gólfhiti, ofnar o.s.frv.
Við tökum að okkur uppsetningu á öllum gerðum af snjóbræðslukerfum, bæði litlum og stórum. Snjórinn getur verið mikill á veturna svo ekki hika við að hafa samband.
Við tökum að okkur uppsetningu á heitum og köldum pottum. Mikil reynsla í uppsetningu búnaðar og lagnavinnu tengdum sundlaugum, litlum sem stórum.
Mikilvægt að hafa traust og öruggt vatnsúðunarkerfi, við tökum að okkur uppsetningu og eftirlit með vatnsúðakerfum.
Áveitan tekur að sér uppsetningu á þvottakerfum í samstarfi með Sani-Mist. Þvottakerfin eru hönnuð fyrir matvælaiðnaðinn og allan iðnað sem þarfnast þrifa.
Áveitan tekur að sér verkefni sem koma m.a. að virkjunum og annarri stóriðju, skipum, fiskeldi og erum við vel tækjum búin til að vinna með lagnir af öllum stærðum og gerðum.
Áveitan tekur að sér nýframkvæmdir af öllum stærðum og gerðum, viðhald, prófanir og eftirlit með lagna- og vatnsúðakerfum skv. þjónustusamningum við verkkaupa. Þjónustusamningar sem við gerum eiga einnig við um almenn lagnakerfi, þar sem fyrirtækið sér um eftirlit, viðhald og stillingar á neysluvatns-, hita- og snjóbræðslukerfum.
Áveitan heimsækir viðskiptavini, metur verkefnin og gerir tilboð viðskiptavinum að kostnaðarlausu.