Áveitan ehf · Njarðarnes 4 · 603 Akureyri · Sími: 469 4242 · aveitan@aveitan.is

Um Áveituna

Áveitan ehf. hefur áratuga reynslu við að þjónusta einstaklinga og fyrirtæki, bæði stór og smá. Við sérhæfum okkur í alhliða pípulögnum og það sem að þeim snýr. Áveitan hefur tengsl við stóra birgja, bæði innanlands og erlendis og þannig getum við tryggt sem besta þjónustu og skjótan afgreiðslutíma þar sem það á við. Áveitan er í tengslum við fjölda verktakafyrirtækja og getur þar af leiðandi boðið upp á heildarlausnir við framkvæmdir.

Margir starfsmenn Áveitunnar hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu og hafa áratuga reynslu og nýtist það vel í að bjóða viðskiptavinum okkar góða þjónustu, þekkingu og fagleg vinnubrögð sem er ávallt markmið okkar ásamt gæðamálum.

Áveitan ehf. hefur í þrjú ár fengið viðurkenningu Framúrskarandi fyrirtæki 2018-2020

Sagan

Fyrirtækið Áveitan ehf. var stofnað í Sandgerði þann 23. desember 1997 og hóf sitt fyrsta starfsár í janúar 1998.

Í upphafi voru tveir starfsmenn, stofnendur fyrirtækisins, hjónin Haraldur Pálsson og Jóhanna Sólrún Norðfjörð. Fljótlega fjölgaði starfsmönnum hjá fyrirtækinu þar sem ein af fyrstu verkefnum Áveitunnar voru Orkuver í Svartsengi, Heiðarskóli í Keflavík, Schengenbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ásamt öðrum stórum og smærri verkum.

Á tuttugu árum hafa umsvifin oft verið mikil og verkefnin fjölbreytt. Stakkurinn hefur þó alltaf verið sniðinn eftir vexti og aðstaða fyrir verkstæði og mannskap verið allt frá því að komast fyrir í einum flutningabíl upp í núverandi staðsetningu sem er að Njarðarnesi 4 á Akureyri. Í dag er fyrirtækið eitt stærsta sinnar tegundar á Norðurlandi og eru starfsmennirnir tuttugu talsins.

Verkefnastaða Áveitunnar er góð og starfsandinn einnig. Á hverjum vinnustað eru það starfsmennirnir sem láta verkin ganga og hefur það alla tíð verið markmið hjá Áveitunni að skapa starfsmönnum gott fjölskylduvænt umhverfi. Ef ekki væri fyrir gott starfsfólk, væri engin starfsemi. Einkunnarorð okkar eru ,,Besta mál og fínar græjur“.

Skautahöllin á Akureyri 2017

Þróunarsamvinna

Vatn er einmikilvægasta náttúrauðlind jarðar og undirstaða alls lífs, hvar sem er í heiminum. Vatn er grundvallaratriði þegar kemur að hreinlæti og baráttu viðalls konar sjúkdóma og á sumum svæðum í heiminum þurfa margir að ganga margakílómetra eftir vatni hvern dag.

Í sífelltauknum mæli er litið á hreint neysluvatn sem mannréttindi í alþjóðasamfélaginu. Áveitan hefur litið á það sem samfélagslega ábyrgð að bregðast við þörfinni og hefur frá árinu 2015 tekið þátt í þróunarstarfi í Burkina Faso í Vestur Afríku. Þar hefur verið borað eftir vatni og við komið fyrir vatnsdælum, sólarsellum og vatnstönkum. Einnig höfum við lagt áveitulagnir ásamt neysluvatnslögnum.

Í svona þróunarstarfi er mikilvægt að miðla reynslu og þekkingu og skilja þekkinguna eftir á staðnum með því að þjálfa heimamenn, sem búa við aðstæður sem erfitt getur verið að gera sér í hugarlund.

Þróunarsamvinna ber ávöxt.

Kynning Áveitunnar

Þróunarsamvinna ber ávöxt er samstarfsverkefni félagasamtaka sem starfa á vettvangi alþjóðlegra mannúðarmála og hjálparstarfa og utanríkisráðuneytis. Markmið þess er að vekja athygli á mikilvægi þróunarsamvinnu og baráttunni gegn fátækt og hungri í heiminum. Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun er útrýming hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum brýnasta verkefnið á heimsvísu og er ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun.

Kynning Áveitunnar byrjar á 1:43:50

Myndband frá málstofunni ,,Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu"

Hér má nálgast upptöku af málstofunni ,,Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu" sem fór fram á Nauthóli 10. september 2019.

Posted by Þróunarsamvinna ber ávöxt on Tuesday, September 17, 2019

Upptaka af málstofunni ,,Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu" sem fór fram á Nauthóli 10. september 2019.

Við tökum að okkur stór sem smá verkefni

Sendu á okkur fyrirspurn og við höfum samband

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
Áveitan ehf · Njarðarnes 4 · 603 Akureyri
Sími: 469 4242 · aveitan@aveitan.is
Áveitan ehf · Njarðarnes 4 · 603 Akureyri · Sími: 469 4242 · aveitan@aveitan.is